á endalausu ferðalagi...
mánudagur, desember 18, 2006
Það er næstum því heill mánuður síðan síðast. Það hefur náttúrlega ýmsilegt gerst. Ég átti til dæmis afmæli. Undarlegasti afmælisdagur það var. Ég held að ég hafi aldrei upplifað 10°hita á afmælisdaginn. En að öðruleiti var hann bara fínn.
Viktor var veikur. Það var í rauninni í fyrsta skipti sem hann var veikur og það kom okkur foreldrunum alveg í opna skjöldu. Við vissu hreinlega ekki hvernig maður á að vera með veikt barn. Hann er nú búinn að ná sér og farinn að skoða jólaljósinn á fullu.

Þetta eru svo líkurnar á að við fáum hvít jól í Danmörkinni. Ekki er það mikið. Það þarf að skafa bílinn í morgun og það er í fyrsta skipti þennan veturinn!


Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.